Kosningar, skipulagsdagur 16.3. og heilir dagar um páska.

 í flokknum: Vinasel

Á morgun, miðvikudag, ætlum við að hafa skemmtilegan dag sem börnin tóku þátt í að móta. Í síðustu viku fékk hluti af barnahópnum að koma með hugmyndir af einhverju til að gera skemmtilegt og komu margar góðar hugmyndir. Síðastliðinn föstudag fengu börnin að kjósa úr þessu hugmyndum og flest atkvæði fengu að horfa á bíómynd, Diskó og fá ís. Þannig að það stefnir í fjörugan dag í Vinaseli á morgun. Þið megið endilega senda á okkur línu ef þau börn sem eru að fara á æfingar eiga að sleppa.

Það eru heilir dagar framundan. Það er skipulagsdagur í Seljaskóla 16. mars og síðan styttist óðfluga í páskana. Skráning er til 9.3.21. fyrir heila daginn 16.3. Það eru síðan heilir dagar í Vinaseli 29.-31. mars og 6. apríl þegar það er páskaleyfi í Seljaskóla. Skráning á heilu dagana um páskana er til 22.3.

Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða fyrir eða eftir hádegi. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt