Leiklist, Hrekkjavaka og Vetrarfrí.

 í flokknum: Vinasel

Nú fer undirbúningur fyrir næsta árlega viðburð að detta í gang og er það leiklistin. Í ár erum við að setja upp Ávaxtakörfuna og stendur til boða fyrir 2.bekk að taka þátt í því. Stefnt er á að sýningin sé sýnd 30. nóvember og reynum við að æfa eins mikið og við getum með börnunum. Við erum mjög heppin að hafa æðislegt starfsfólk með brennandi áhuga á leiklist og erum við mjög spennt fyrir þessu krefjandi enn skemmtilega verkefni. Við byrjuðum að horfa á leikritið í þar síðustu viku og kláruðum að horfa á leikritið í síðustu viku. Nú í dag geta börnin sem hafa áhuga á að taka þátt skráð sig hjá Helgu sem mun halda utan um leiklistina aftur í ár.

Miklar framkvæmdir eru enn þá í Vinasel enn nú er búið að laga litla salinn okkar og nú er verið að fara yfir perlukrókinn og listasmiðjuna. Við erum spennt fyrir því að þá sé búið að laga þau svæði þar sem mældist mygla og að við fáum að hafa öll svæðin okkar opin aftur á ný.

Næsti heili dagur í Vinasel er 25. október, daginn fyrir vetrarfrí og er seinasti dagur til að skrá barn eða af skrá barn 18.október. Viljum samt minna á að ef þið fáið ekki staðfestingarpóst nánast samstundis eftir að þið skráið barn þá hefur eitthvað farið úrskeiðis og þarf að skrá barnið aftur. Dagana 26.-30. október er vetrarfrí í skólanum og er lokað í Vinasel líka yfir vetrarfríið. Vinasel opnar svo aftur þriðjudaginn 31. október. Þann 30. október er Hrekkjavaka Miðbergs og er öllum boðið að koma og skemmta sér með okkur,

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt