Náttföt snjóþotur og bakstur 21.11.2016

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Í seinustu viku voru einungis fjórir dagar í Álfheimum þar sem starfsmenn Miðbergs voru með starfsdag síðastliðinn föstudag. Við vorum með söngklúbbinn á sínum stað, börnin eru búin að vera læra textana og ætlum við að reyna æfa blaðalaust í þessari viku. Við vorum með dansfjör, útiveru, gaman að fá snjóinn þar sem börnin renndu sér á rassaþotum og voru skælbrosandi og yfir sig ánægð með snjóinn, eða svona flestir 🙂

Í þessari viku ætlum við að hafa náttfatadag á morgun, börnin mega koma með náttföt sem þau geyma í töskunni sinni þar til þau koma í Álfheima. Á miðvikudaginn ætlar ætlar ferðaklúbburinn að fara í ævintýraferð, menningarklúbburinn ætlar að kynna sér menningu og listir og ætlum við að hafa spjallklúbb á föstudaginn þar sem börnunum gefst tækifæri í litlum hópum til að ræða það sem þeim dettur í hug. Það er spáð miklum kulda í þessari viku og því nauðsynlegt að allir séu með viðeigandi hlýjan fatnað 🙂

Viljum minn á skráningu á lengda viðveru fyrir starfsdag skólans 30.nóvember, þá er skólinn lokaður en opið hjá okkur gegn aukagjaldi fyrir allan daginn 1.910kr. Seinasti skráningardagur hjá okkur fyrir þessa lengdu viðveru er fimmtudagurinn 24.nóvember.
Í næstu viku ætlum við að hafa foreldrakaffi fimmtudaginn 1.desember. Þá er foreldrum velkomið að koma í Álfheima milli 16-18 og eyða tíma með börnunum sínum í föndursmiðjum og gæða sér á smákökum.

Dagsetningar framundan:
– Heill dagur er 30.nóvember. Þá er skólinn lokaður en við bjóðum upp á vistun allan daginn en greiða þarf sérstaklega fyrir auka vistun á þeim dögum. Ekki er hægt að taka á móti börnum ef þau hafa ekki verið skráð þar sem við áætlum fjölda starfsamanna miðað við skráningu.
Skráningin á heila daginn fer eingöngu fram á netinu https://rafraen.reykjavik.is/pages/#logged-out og þarf að sækja um eigi síðar en 24.nóvember
– 1.desember, foreldrakaffi og jólaföndur í Álfheimum.
– 8.desember – Jólahúfudagur.
– 22,23,24,27,28,29,30.desember og 2. Og 3.janúar eru Heilir dagar (Skólinn lokaður, Álfheimar opnir allan daginn gegn gjaldi (1.910kr per dag) um hátíðirnar, gott að fara leiða hugann að vistun fyrir þá daga.
Búið er að opna fyrir skráningu þessa daga og er lokaskráningardagur á þessa heila daga er 15.desember.
Minnum á símanúmerin í Álfheimum og best er að hafa samband fyrir klukkan 13 með breytingar t.d á æfingum, labba/eða sóttur, einhver annar sækir og aðrar breytingar.

Álfheimar 664-4304 og 411-7553 alfheimar@reykjavik.is og tanja.osk.bjarnadottir@reykjavik.is

Berglind Ósk, forstöðumaður Álfheima er í leyfi þessa viku og kemur tilbaka mánudaginn 28.nóvember. En að sjálfsögðu mun Tanja Ósk aðstoðarforstöðumaður Álfheima standa vaktina og hægt að leita til hennar ef eitthvað er.
Bestu kveðjur
Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt