Takk fyrir veturinn.

 í flokknum: Vinasel

Ég vil byrja seinasta foreldrapóstinn á að þakka kærlega fyrir veturinn sem nú er liðinn. Þótt veðrið er ekki oft að gefa það til kynna þá er loksins komið að sumrinu og erum við að tilkynna að seinasti dagurinn sem verður opið í vetrarstarfinu í Vinasel er á mánudaginn 5. Júní. Vinasel opnar svo aftur á fimmtudaginn 8. júní fyrir sumarnámskeiðunum.

Vil líka taka fram að á morgun 2. júní er seinasti dagurinn sem ÍR rútan gengur í vetur, það er þá á ykkar ábyrgð að taka fram ef barnið á að fara á eigin vegum í íþróttir á mánudaginn og ef ekkert er gefið til kynna þá mun barnið verða eftir í Vinasel.

Einnig vil ég minna á að skóla- og frístundasvið er þessa dagana að senda út könnun fyrir okkar hönd um starfsemi frístundaheimilanna. Við munum fá niðurstöðurnar fyrir okkar frístundaheimili en það skiptir okkur talsverðu máli að heyra hver upplifun ykkar af starfseminni er. Við nýtum upplýsingarnar til að rýna starfsemina, hvað þið eruð ánægð með, hvað við getum mögulega gert betur og hvort þær áherslur sem við höfum verið að leggja hafi skilað sér. Við þökkum ykkur sem eruð búin að svara kærlega fyrir, en ykkur hin biðjum við ykkur að vera svo væn að athuga hvort þið hafið fengið könnunina senda og svara en það ætti ekki að taka meira en 3-4 mínútur. Könnunin kom út netfanginu vidhorf@reykajvik.is. Mögulega hefur hún endað í ruslsíunni eða undir annað í outlook.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt