Vikan 1.-5. nóvember

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar og forráðamenn

Nú er nóvember genginn í garð og ný vika sömuleiðis hér í Álfheimum. Það sem að verður í boði í þessari viku í Álfheimum ásamt almenna valinu verður Söngklúbbur, Vinabönd og Yogaklúbbur.

8.nóvember er baráttudagur gegn einelti og því verður vinavika í Álfheimum, þá verður margt skemmtilegt brallað saman.

Þann 26.nóvember er starfsdagur bæði hjá okkur og skólanum og því engin starfsemi þann daginn.

2.bekkur er að byrja í leiklistarfjöri, þar sem leikritið Gulleyjan verður kynnt fyrir krökkunum , þau taka þátt og verður svo sameiginleg leiksýning í desember með nemendum í 2.bekk frá öðrum frístundaheimilum í Bereiðholti.

Þá erum við að búa til kynningarmyndband af frístundaheimilinu sem kemur út á þessari önn.

Við viljum minna á að mikilvægt sé að börnin séu með aukaföt í töskunni, ásamt regnfötum.

Dagskrá vikunnar er að finna hér fyrir ofan.

Eigið góða viku sem fram undan er 😊

Góðar kveðjur,

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt