Vikan 19. -23. september

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í þessari viku ætlum við að vera með bakstur, skartgripagerð og listahugleiðsla í boði ásamt hefðbundna valinu. Einnig er Hreyfi vika hjá okkur og ætlum við að vera dugleg að fara í skemmtilega hópleiki sem að hristir barnahópinn saman. Við erum einnig að útbúa skilti sem að verður stillt upp í útiverunni og merkir vinabekkinn okkar. Vinabekkurinn er okkar leið til þess að passa að engin sé aðgerðarlaus eða einn þegar að við erum í útiverunni. Börnin geta þá komið sér fyrir á þeim stað og gefur þetta þeim og öðrum börnum tækifæri á að koma saman og finna sér eitthvað skemmtilegt að gera saman.

Starfsdagur skólans er nú á föstudaginn 23.september. Þá er skólinn lokaður en Álfheimar bjóða upp á vistun þann dag gegn aukagjaldi. Síðasti dagur til skráninga er liðinn svo ekki verður hægt að taka á móti óskráðum börnum þennan dag. Mikilvægt að börnin koma með 2 holl og góð nesti (morgun og hádegis nesti), minnum einnig á að gott er að börnin séu með hlý föt með sér og föt til skiptanna.

Skráning á heilu dagana þegar að viðtalsdagar hólabrekkuskóla eru, er einnig byrjuð og viljum við minna á að gott er að skrá sem fyrst svo að það gleymist ekki þar sem að það er ekki hægt að taka á móti óskráðum börnum eftir að síðasti dagur skráninga líkur. Þetta eru dagarnir 6. og 7. október. Slóðin á skráningu á heilu dögunum er hér: https://innskraning.island.is/?id=valais&path=%2fvala-fristund-vetur

Vetraleyfið er 21.-25. október og því lokað bæði í skólanum og hjá okkur í Álfheimum.

Við viljum minna á æfingablöðin, að koma þeim til skila til okkar sem fyrst svo við séum með allar upplýsingar varðandi æfingar barnanna. (Ef börnin eiga ganga sjálf á æfingar og tónskóla)

ÍR-rútan gengur tvisvar í gegnum okkar stoppistöð svo ef börnin eru á æfingum hjá ÍR-ungum þá þarf að upplýsa okkur hvort að börnin fari með í rútuna.

Við viljum endilega biðja ykkur um að halda áfram ef þið eruð byrjuð að safna tómum klósettpappírs – og eldhúsrúllum þá væri það vel þegið 😊 Við viljum nota þennan efnivið í listasmiðjunni hjá okkur.

Ef það eru einhverjar spurningar, vangaveltur, eitthvað óljóst eða ef þið eruð ekki fullkomlega sátt við eitthvað þá óskum við eftir að þið hafið samband við okkur strax, því þá eru miklu meiri líkur að hægt sé að tækla hlutina strax og hægt að gera hlutina betur 😊

Ítrekum að merkja vel allan fatnað, nestisbox, vatnsbrúsa, húfur og þess háttar.

Við minnum ennþá á að sækja um aðgang á facebooksíðu Álfheima, þeir sem eru með facebook eða þeir sem að hafa ekki nú þegar sótt um aðgang  https://www.facebook.com/groups/584744923245327

Facebook group for parents https://www.facebook.com/groups/584744923245327

 

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt