Vikan 5.-9. september Álfheimar

 í flokknum: Álfheimar, Óflokkað

Kæru foreldrar/forráðamenn

 

Viljum byrja á því að hvetja ykkur til að sækja um aðgang á facebooksíðu Álfheima, þeir sem eru með facebook eða þeir sem að hafa ekki nú þegar sótt um aðgang  https://www.facebook.com/groups/584744923245327

Facebook group for parents https://www.facebook.com/groups/584744923245327

 

Álfheimar hafa farið vel af stað, höfum aðeins verið að kljást við veikindi hjá starfsmönnum en starfið hefur gengið vel. Við erum að nýta útiveruna vel þessa fyrstu daga enda búið að vera dásamlegt veður.

 

Við minnum á starfsdag skólans 23.september. Þá er skólinn lokaður en Álfheimar bjóða upp á vistun þann dag gegn aukagjaldi. Síðasti dagur til að skrá barnið á heila daginn er nk. föstudagur 09.09.22. Ekki verður hægt að taka á móti óskráðum börnum. Linkur til að skrá börnin á heilan dag er https://www.vala.is/

 

Dagskráin fyrir þessa vikuna.

  • Listasmiðjan er í fullum gangi, alltaf skemmtilegt og fjölbreytt val í boði þar.
  • Við verðum með útileiki á skólalóðinni í útiverunni.
  • 2.bekkur er að setja saman kór fyrir þau börn sem hafa áhuga
  • Á morgun ætlum við að hafa íþróttaklúbb og búningafjör.
  • Ætlum að ljúka vikunni á góðu just dance partýi 😊

Ásamt þessu er hið hefðbundna frjálsa val.

 

Í Viðhengi er að finna dagskrá fyrir þessa viku og skráningablað á æfingar  😊

 

Við viljum minna á æfingablöðin, að koma þeim til skila til okkar sem fyrst svo við séum með allar upplýsingar varðandi æfingar barnanna. (Ef börnin eiga ganga sjálf á æfingar og tónskóla)

ÍR-rútan gengur tvisvar í gegnum okkar stoppistöð svo ef börnin eru á æfingum hjá ÍR-ungum þá þarf að upplýsa okkur hvort að börnin fari með í rútuna.

 

Ef þið hafið tök á því að safna upp tómum klósettpappírs – og eldhúsrúllum þá væri það vel þegið. Einnig ef þið eigið tómar krukkur 😊 Við viljum nota þennan efnivið í listasmiðjunni hjá okkur.

 

Ef það eru einhverjar spurningar, vangaveltur, eitthvað óljóst eða ef þið eruð ekki fullkomlega sátt við eitthvað þá óskum við eftir að þið hafið samband við okkur strax, því þá eru miklu meiri líkur að hægt sé að tækla hlutina strax og hægt að gera hlutina betur 😊

Ítrekum að merkja vel allan fatnað, nestisbox, vatnsbrúsa, húfur og þess háttar.

Annars er mikil tilhlökkun fyrir vetrinum og köstum við góðri þriðjudagskveðju til ykkar í dag.

 

Bestu sólarkveðjur frá Álfheimum.

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt