Vikufréttir Álfheima 15.-19. nóvember

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar og forráðamenn

Nú er ný vika að hefjast hér í Álfheimum, í þessari viku verður í boði ásamt hefðbundna valinu, Söng klúbbur, Tefl klúbbur og samflot.

Þann 26. nóvember er starfsdagur bæði hjá okkur og skólanum og því engin starfsemi þann daginn.

Börnin í 2. bekk sem höfðu skráð sig í leiklistarklúbb munu stöðva þann undirbúning i bili. Frestað hefur verið leiklistarsýningunni þangað til á nýju ári.

Við erum með létta hólfaskiptingu núna meðan covid smit eru í svona miklum hæðum í samfélaginu. Börnin mega vera saman í útiveru en eru skipt innanhúss í 1. og 2.bekk. Og verður það þannig næstu þrjár vikurnar. Foreldrar eru þó velkomnir inn í hús en þurfa að bera grímur.

Því miður fellur niður árlega jólaforeldrakaffið annað árið í röð 🙁

Þessa dagana erum við að búa til kynningarmyndband af frístundaheimilinu sem kemur út á þessari önn.

Við viljum minna á að mikilvægt sé að börnin séu með aukaföt í töskunni, ásamt regnfötum.

Dagskrá vikunnar er að finna hér að ofan.

Eigið góða viku sem framundan er 😊

Góðar kveðjur,

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt