Á döfinni í Regnboganum

 í flokknum: Regnboginn

Jæja nú er starfið hjá okkur óðum að færast í eðlilegt horf og klúbbastarf hafið að nýju og er að týnast inn nýjir klúbbar. Í gær byrjuðum við td. með bakstursklúbb og verður hann núna 1-2 í viku. Einnig erum við með tölvur, íþróttir, hreyfingu og hlustun, föndur o.fl.

Breiðholt Got Talent fór fram í síðustu viku og var rosalega skemmtilegur viðburður.

Núna vonum við bara að við fáum að klára þennan vetur án frekari takmarkana og halda úti venjulegu frístundastarfi.

Næsti heili dagur er 16. mars nk . og er skráning á hann opinn til 9. mars nk. og fer skráningin að venju fram á www.vala.is

 

Minnum á að tilkynna til okkar ef börnin forfallast og mæta ekki til okkar, símanúmerið er 664-4523 og dugar að senda sms.

Einnig er hægt að fá viðtal við Þorbjörgu (695-5037) og Sigrúnu (695-5089) fyrir hádegi flesta daga ef þörf er á að ræða málefni barnanna sérstaklega.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt