Heilir dagar um páskana.

 í flokknum: Vinasel

Nú fara páskarnir að nálgast og það eru þrír heilir dagar hjá okkur.  11. apríl, 12. apríl og 13. apríl.  Þá er hægt að skrá börnin í lengda viðveru í Vinaseli. Það er hægt að skrá börnin hálfan eða heilan dag og líkur skráningu 1. apríl. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega óháð því hvort barnið er hálfan eða heilan dag. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Það eru búin að vera mikil veikindi hjá starfsfólki hjá okkur þessa vikuna og þá síðustu en við erum búin að gera okkar besta í að láta þetta ganga eins vel og hægt er. Höfum auðvitað þurft að breyta dagskránni í samræmi við það.

Við erum búin að vera með leiklistarklúbb núna síðustu vikur og eru börnin að æfa hluta af Ávaxtarkörfunni. Stefnan er á að sína verkið í lok mánaðarins ásamt öðrum frístundarheimilum í Breiðholti í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Þetta er búið að vera skemmtilegt verkefni og krakkarnir búnir að standa sig vel og sína þessu mikinn áhuga. Í síðustu viku bjuggum við til lítil gróðurhús og ætlum að vera með reglulega fram að sumri eitthvað tengt ræktun og garðyrkju. Krakka kvissið og Bingóið eru síðan alltaf mjög vinsæl meðal barnanna.

Það er best að hringja í mætingarsímann okkar ef þið þurfið að heyra í okkur eftir hádegi: 664-4330

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt