Heill dagur 16. mars

 í flokknum: Vinasel

Síðastliðin föstudag var Breiðholt´s got talent. Vinasel sendi tvö atriði í keppnina. Keppendurnir okkar stóðu sig frábærlega og vorum við virkilega stolt af þeim.

Á miðvikudag var Öskudagur. Þá er alltaf fjör! Við vorum með diskó, búningakeppni, slá köttinn úr tunnunni og föndur.

Í næstu viku fær lýðræðið að njóta sín. Á mánudeginum ætlum við að óska eftir hugmyndum frá börnunum til kjósa. Á þriðjudeginum verða síðan kosningar og á fimmtudeginum gerum við eitthvað skemmtilegt sem börnin hafa kosið um.

16.mars er skipulagsdagur í Seljaskóla.  Þá er hægt að skrá börnin í lengda viðveru í Vinaseli. Það er hægt að skrá börnin hálfan eða heilan dag og líkur skráningu 9. mars. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega óháð því hvort barnið er hálfan eða heilan dag. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Það er best að hringja í mætingarsímann okkar ef þið þurfið að heyra í okkur eftir hádegi: 664-4330

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt