Páskar, sögur og næsti heili dagur.

 í flokknum: Vinasel

Í seinustu viku var páskaopnun hjá Vinasel þar sem var margt skemmtilegt! Börnin fóru í páskabingó, horfðu á bíómynd og tóku þátt í páskaeggjaleit og margt fleira skemmtilegt. Við hjá Vinasel vonum svo að páskarnir hjá ykkur og börnunum hafa verið dásamlegir.

Í þessari viku höldum við áfram með gróðursetningarklúbb og eru mjög margar plöntur hjá börnunum byrjaðar að stækka þvílíkt! Einnig höldum við áfram með vináttuklúbb þar sem börnin læra að vinna saman og tjá tilfinningarnar sínar. Í þessari viku erum við svo með söguklúbb líka nema nú verður honum breytt aðeins þar sem börnin fá að kasta tening með myndum á og eiga börnin í sameiningu að búa til smásögu út frá myndunum á teningunum. Við erum mjög spennt að prófa þetta verkefni og sjá hvaða sögur börnin geta búið til.

Í næstu viku er lokað sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl, enn annars venjuleg mæting restina af vikunni. Minnum líka á að það er ennþá opið fyrir skráningu á næsta heilum degi sem er Þriðjudaginn 2. Maí. Mörg börn eru nú þegar búin að vera skráð þannig það þarf að skrá barnið sem fyrst ef það á að tryggja sér pláss.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt