Sumar, sumar, sumar!

 í flokknum: Vinasel

Í síðustu viku var mikið úti fjör í Vinasel þar sem nýtt var góða veðrið þegar við gátum í að vera úti mest allan daginn. Við hlustuðum á tónlist, dönsuðum, krítuðum, fórum í úti keilu og margt annað.

Í þessari viku er margt skemmtilegt í boði enn ef það er gott veður munum við svo sannarlega reyna að nýta góða veðrið og vera lengur úti. Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti og þá er lokað í Vinasel þann dag. Opnað verður fyrir skráningu á sumar.vala.is fimmtudaginn 20.apríl og hvet ég ykkur til að skrá börnin strax til að tryggja sér pláss í sumarfrístundinni.

Frístundaheimilið Vinasel býður upp á skemmtileg sumarnámskeið í sumar. Það er mjög fljótt að fyllast á þau og því er gott að hafa hraðar hendur þegar sækja á um námskeiðin. Við minnum foreldra á að passa vel upp á að barnið sé örugglega skráð á námskeiðið, ef þið hafið ekki fengið staðfestingarpóst þá er barnið ekki skráð. Það hefur gerst reglulega að foreldrar telja að þeir hafi skráð börnin á sumarnámskeið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu og við höfum ekki sama svigrúm á sumrin og á veturna til að bæta við börnum.

Námskeiðin eru vikunámskeið með skemmtilegum og fjölbreyttum þemum og hefst fyrsta námskeiðið fimmtudaginn 8.júní. Ef hætta á við námskeiðið, þá verður að koma uppsögn sunnudeginum viku fyrir námskeiðið.

Við minnum líka foreldra á að skrá börnin í frístund fyrir næsta ár. Börnin sem eru að klára 1. bekk verða áfram hjá okkur í Vinaseli en börnin sem eru að klára 2. bekk fara í Frístundaheimilið Regnbogann. Það er safnfrístund fyrir börn í 3. og 4. bekk í Selja og Ölduselsskóla.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt