Klúbbar, páskar og enginn fótbolti í dag.

 í flokknum: Vinasel

Vil byrja á því að minna á að í dag er ekki fótbolti hjá strákum þar sem það var mót um helgina!

Í síðustu viku var haldið áfram með vináttuklúbbinn og gróðursetningaklúbbinn og ganga bæði verkefnin mjög vel! Börnin fylgjast með að vökva plönturnar sínar og fylgjast með hvort eitthvað sé að vaxa. í vináttuklúbbnum var talað um tilfinningar og farið í leiki sem tengjast tilfinningum og samvinnu. Í seinustu viku var líka mikið annað fjör eins og að föndra sér krukkur, farið í karíókí, gert loom teygju skartgripi svo nefna megi nokkra hluti.

Í þessari viku er margt skemmtilegt og fróðlegt í boði fyrir börnin eins og t.d gróðursetningarklúbbur, vináttuklúbbur, keppnisklúbbur, dekurklúbbur og svo diskó til að enda vikuna á alvöru fjöri.

Í næstu viku er svo páskaopnun í Vinasel dagana 3.-5. apríl og þá er opið allan daginn fyrir þá sem eru skráðir og svo er alveg lokað yfir páskana. Vinasel opnar svo aftur 11. apríl.

Í dag (27.mars) er seinasti dagurinn til að skrá börnin á heilu dagana yfir páskana!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt