Sumarfrístund; 1.maí og heill dagur.

 í flokknum: Vinasel

Í síðustu viku gerðum við ótal margt skemmtilegt, nýttum góða veðrið í að vera mikið úti þegar við gátum, börnin í gróðurklúbbnum undirbúðu blómakerin sem við erum með úti þannig hægt sé að gróðursetja fræin sem hafa vaxið alveg rosalega hjá okkur og eru tilbúin að fara út og margt fleira skemmtilegt. Nú þegar gott veður er þá eru dagskráarliðir settir til hliðar og frekar er nýtt góða veðrið í að vera úti sem lengst.

Í þessari viku höldum við áfram með gróðurklúbbinn, vináttuklúbbinn og keppnisklúbbinn, allir þessir klúbbar eru mjög vinsælir hjá börnunum og gaman að sjá hvað mörg börn taka þátt. Á miðvikudaginn 26. apríl er 2.bekk boðið að fara á Kvikmyndahátíðina Filman kl 14:30 í Álfabakka enn því miður fengum við bara um 30 boðsmiða þar sem mörg börn eru skráð í íþróttir þennan dag, við erum líka ekki viss hvað þetta tekur langan tíma enn það verður sýnt stuttmyndir sem börn í 3.-4. bekk hafa verið að gera yfir veturinn. Við minnum líka á að skráning í sumarfrístund byrjar á morgun (Þriðjudaginn 25.apríl)

Í næstu viku er svo lokað mánudaginn 1. maí og heill dagur er í Vinasel þriðjudaginn 2.Maí og svo byrjar venjuleg frístund aftur miðvikudaginn 3. maí. Við minnum líka foreldra á að skrá börnin í frístund fyrir næsta ár. Börnin sem eru að klára 1. bekk verða áfram hjá okkur í Vinaseli en börnin sem eru að klára 2. bekk fara í Frístundaheimilið Regnbogann sem er safnfrístund fyrir börn í 3. og 4. bekk í Selja og Ölduselsskóla.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt