Kvikmyndahátíðin Filman

 í flokknum: Álfheimar, Bakkasel, Hraunheimar, Regnboginn, Vinaheimar, Vinasel

Í dag var haldin kvikmyndahátíðin Filman þar sem sýndar voru þrjár stuttmyndir sem unnar voru af börnum úr 3-4. bekk á frístundaheimilunum í Breiðholti.

Í vetur hafa verið starfræktir kvikmyndaklúbbar fyrir 3-4. bekk í frístundaheimilunum Bakkaseli, Hraunheimum og Regnboganum. Davíð Hólm tæknistjóri Miðbergs hefur leitt þetta verkefni með starfsmönnum á frístundaheimilunum og sá auk þess um alla tæknivinnu.

Afraksturinn var svo sýndur í dag í Sambíóunum í Álfabakka á árlegri kvikmyndahátíð okkar, Filmunni.

Að þessu sinni voru eftirtaldar myndir sýndar og hlutu verðlaun:

Besta sagan: Frístundaheimilið Regnboginn en myndin þeirra heitir Töfrahálsmenið.
Best leikna myndin: Frístundaheimilið Hraunheimar en myndin þeirra heitir Kennarinn hvarf.
Frumlegasta myndin: Frístundaheimilið Bakkasel en myndin þeirra heitir Týndu leikföngin.

Hlutskörpust í ár voru svo krakkarnir úr Regnboganum með myndina sína Töfrahálsmenið og fengu þau viðurkenningu fyrir bestu myndina árið 2023.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt