Á döfinni í Regnboganum

 í flokknum: Regnboginn
Næsti heili dagur er 15. mars og er skráningin opin fyrir hann til 8. mars nk.
Einnig er opið fyrir skráningu á aðra heila daga hjá okkur og um að gera að kíkja á það og skrá sem fyrst ef hægt er.
Sem áður er nauðsynlegt að skrá börnin hvort sem þau taka mæta á sínum tíma bara (13:40) eða eru í lengdri viðveru frá klukkan 8:00. Þetta er svo hægt sé að tryggja að mönnun sé í samræmi við barnafjölda.
Núna erum við búin að vera að vinna aðeins með Harry Potter þema og eru börnin mjög spennt fyrir því. Leiklistarklúbbur er einnig farinn í gang og verður út mars en þá verður leiklistarhátíð þar sem börnin sýna afraksturinn ásamt öðrum börnum í 3-4 bekk af frístundaheimilunum í Breiðholti.
Á næstu dögum fer líka af stað nýr tónlistarklúbbur þar sem börnin fá að spreyta sig og prufa að spila á Ukulele o.fl.
Þannig að það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá okkur auk fastra liða.
Við minnum á að tilkynna forföll til okkar í mætingasímann 664-4523 en það sparar okkur hellings vinnu ef við fáum skilaboð um forföll, nægilegt er að senda sms. Einnig viljum við biðja foreldra að takmarka símtöl til okkar á þeim tíma sem við erum í starfi með börnunum við það allra nauðsynlegasta þar sem þau taka tíma frá okkur sem við viljum frekar nýta í að sinna börnunum. Nokkuð hefur verið um að foreldrar séu að hringja og biðja um að fá að tala við börnin en við biðjum ykkur um að stilla slíku í hóf. Best er að senda sms bara með upplýsingum um heimferðatíma, forföll og annað slíkt.
Hægt er að ná í mig í síma flesta morgna ef þið þurfið að ræða einhver mál sérstaklega er varða börnin og er símanúmerið hér að neðan. Svo er alltaf netfangið okkar regnboginn@rvkfri.is.
Bestu kveðjur
Sigrún Ósk s: 695-5089
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt